Monday, December 15, 2008

Vá hvað við gleymdum okkur

Jahérna hér, við erum alveg búin að gleyma að segja ykkur frá okkur :)

Nú það er skemmst frá því að segja að við erum ennþá yndislegust, allavegana að okkar mati, hehe. Búin að stækka heilann helling, og ég (Teddi) alveg sérstaklega orðinn stór og flottur, minni á puma kött segja þau um mig (og þykist ekkert heyra en spígspora um rígmontinn) Kleó mín kæra sys ætlar að vera aðeins fíngerðari (mér finnst hún rosa sæt) alveg einstaklega falleg á litinn, svona grásprengd. Það nýjasta er þó að hún þykist vera orðin ægilega þroskuð, gengur um í keng, mjálmandi útum allt, strjúkandi sér uppvið mig og alla aðra, þau segja að hún sé að breima... ég veit ekkert hvað ég á að gera hérna! elti hana og sleiki og reyni að fá hana til að hætta þessu, leggst ofan á hana og reyni að vera góður, en ekkert gengur, þetta kvenfólk... skilur þetta einhver?

Myndir síðar :)

Tuesday, October 28, 2008

og svona er maður sætur :)


3 vikur á nýju heimili

Jæja smá fréttir af okkur á nýja heimilinu okkar :)
Við gerum lítið annað en að stækka og orðin heilmikill kraftur í okkur. Við erum ennþá bara á efstu hæðinni, enda nóg af plássi þar og stelpurnar á heimilinu eru mest þar uppi, enda herbergin þeirra og gömlu hjónanna þar uppi... það er ótrúlega spennandi að vera í þessum herbergjum :) Hjá Karen (sú yngri) er fullt af dóti á gólfinu sem er svo gaman að tæta í, þannig að um leið og þær dyr opnast skjótumst við þangað inn, en stoppum alltaf skyndilega því það er eins og að komast í nammibúð, við vitum ekki hvar á að byrja á tætingu hehehe.
Í hjónaherberginu er lang skemmtilegast að slást í rúminu, nóg pláss, stundum sængur og koddar í byngjum (ef þau búa ekki um) og þá er sko stuð að fela sig og hlaupa og stökkva á hvort annað úr launsátri, þau gömlu eru ekki ánægð með það og setja okkur á gólfið um leið,en við erum sko bara komin þangað um leið aftur, mölum bara smá, hendum inn smá mjálmi og þá gleyma þau voða fljótt :)
Það er búið að vera heilmikið stuð síðustu daga, vetrarfrí og stelpurnar heima og þá er sko nóg um athygli, Kleó er farin að mjálma annsi hátt og snjallt og þá fær hún athygli um leið, Teddi er farin aðeins að láta heyra í sér :) í morgun þá vöktum við Dóru (táninginn) :) hehe Kleó snillingur skaust uppí rúm til hennar og mjálmaði beint í andlitið á henni, sleikti á henni nefið og lagðist svo bara á hana, hún neyddist bara til þess að vakna og sinna okkur.
Lífið er yndislegt :)

Monday, October 20, 2008

Æfingarbúðir,,, frásögn Tedda :)

Nei ekki að versla, hver gerir það á þessum tímum, nei við vorum í bootcamp :) sko smá forsaga að segja frá því, hehemm, þannig er að við búum í soldið stóru húsi, það er á þremur hæðum og á milli hæða eru þrep sem er opið á milli, ægilega flott, ennnn ekki fyrir stutta kisufætur, þannig að við höfum búið á efstu hæðinni í góðu yfirlæti, með allt til alls :) Núna ákváðu eigendur vorir að þjálfa okkur aðeins, því ekki getum við dúsað þarna til fermingaraldurs, þau settu okkur því á neðstu hæðina og svo voru það stigahlaup, upp og niður, upp og niður... við vorum frekar varkárir fyrst, en svo var Kleó farin að hlaupa upp og niður, en ég (Teddi) fór mjög varlega, það er alltaf svo mikil læti í henni systir minni...

Núna liggjum við á gólfinu, algjörlega dauðuppgefin, held að við eigum eftir að sofa vel í nótt, Zzzzzzz

ps Frúin á bænum ætlaði að setja inn myndaseríu í dag þar sem við erum að leika okkur, en náði því ekki. Það koma bráðum inn myndir og þá sjáið þið hvað við höfum stækkað, Vaaáá. við erum algjörlega ofurkrútt ársins ;)

Saturday, October 11, 2008

Hversu sætt er það að fá kveðju frá mömmu :)

Sko við erum líka eitthvað að bagsa við síðu á dýraland.is (gengur eitthvað brösulega) en til frásagnar er að það kom inn kvittun á gestabók frá mömmu strax og við erum ofsalega hamingjusöm yfir því :)

Nafn:
Mjallhvít
Heimasíða:
http://mjallhvit.dyraland.is/
Skráð:
11.10.2008 20:50
Skilaboð:
Hæ litlu krílin mín og til hamingju með síðuna ykkar. Það verður gaman að geta fylgst með ykkur hérna.
Knús og kossar
Mjallhvít mamma.

Mamma er bara fallegasta mamma í heimi :)

Kveðja


Hæ hæ
Við systkinin vorum boðin velkomin í fjölskylduna á Úlfarsbraut í byrjun október. Þannig er að fjölskyldan var víst búin að bíða soldið eftir kisu og var hún Hanna Maja á dýralæknastofunni í Garðabæ sett í verkefnið, en hún þekkir mömmu okkar hana Mjallhvíti, það má segja að við séum VSOP kettir, hehe...þegar við vorum kynnt til leiks átti fjölskyldan aðeins að velja annað okkar og komu þau öll voðalega spennt á stofuna hennar Hönnu, en þau áttu nú ekki von á því að sjá okkur svona roslega sæt, þannig að þegar Hanna lét þau hafa okkur þá ákváðum við að skrúfa sjarmann á fullt og bræddum alla fjölskylduna þannig að þau gátu ekki valið og fóru því heim með okkur bæði, heheh við erum svo klár :)
Núna erum við búin að vera hér í tæpa viku og erum bara nokkuð sátt með lífið og tilveruna, dagurinn hjá okkur fer mest í að leika okkur í eltingarleikjum og með dót og við dæturnar Dóru og Karen, Dóra er mest með okkur, hún er táningurinn á heimilinu og kemur því snemma úr skólanum á daginn og þá er hún til í allt mögulegt, svo er rosa gott að kúra hjá henni þegar hún er í tölvunni... þá fáum við stundum að skrifa líka smá á msn :)
Skrifum meira síðar
Kveðja
Teddi og Kleó