Monday, October 20, 2008

Æfingarbúðir,,, frásögn Tedda :)

Nei ekki að versla, hver gerir það á þessum tímum, nei við vorum í bootcamp :) sko smá forsaga að segja frá því, hehemm, þannig er að við búum í soldið stóru húsi, það er á þremur hæðum og á milli hæða eru þrep sem er opið á milli, ægilega flott, ennnn ekki fyrir stutta kisufætur, þannig að við höfum búið á efstu hæðinni í góðu yfirlæti, með allt til alls :) Núna ákváðu eigendur vorir að þjálfa okkur aðeins, því ekki getum við dúsað þarna til fermingaraldurs, þau settu okkur því á neðstu hæðina og svo voru það stigahlaup, upp og niður, upp og niður... við vorum frekar varkárir fyrst, en svo var Kleó farin að hlaupa upp og niður, en ég (Teddi) fór mjög varlega, það er alltaf svo mikil læti í henni systir minni...

Núna liggjum við á gólfinu, algjörlega dauðuppgefin, held að við eigum eftir að sofa vel í nótt, Zzzzzzz

ps Frúin á bænum ætlaði að setja inn myndaseríu í dag þar sem við erum að leika okkur, en náði því ekki. Það koma bráðum inn myndir og þá sjáið þið hvað við höfum stækkað, Vaaáá. við erum algjörlega ofurkrútt ársins ;)

3 comments:

Unknown said...

Já þið eruð sko ofurkrútt ársins. Orðin svona líka stór og flott ;o)
Ég (Leó) er líka orðin stór og hef rosalega gaman af að leika mér og hlaupa upp eftir buxunum hjá ömmu haha, henni finnst það að vísu ekkert voðalega gott en lætur sig samt hafa það :o)
Hlakka til að sjá ykkur 3.nóvember.
knús til ykkar
Leó og Mjallhvít mamma.

Anna Kristjánsdóttir said...

Við vorum að fá ný áprentuð skilti á ólarnar okkar í gær. Þau voru prentuð og gerð klár hjá Rögnu frænku í Merkt hf (www.merkt.is) Nú þarf ekki lengur að skipta um skilti á nokkurra mánaða fresti því nýju skiltin smakkast ekki eins og gömlu spjöldin sem var svo gott að naga.
Með kveðjum
Tárhildur og Hrafnhildur.

Teddi og Kleo said...

Hehe, gaman að fá mjálm frá ykkur :)

Það er alveg ótrúlegt hvað er gaman að hlaupa upp um skálmarnar...og heyra æjið og óið hehehehe, en samt ótrúlegt hvað þau láta sig hafa :) já hlökkum til að hitta ykkur 3.nóv.

Til hamingju með nýju nafnspjöldin kæru systur, hvað með mynd af ykkur?