Saturday, October 11, 2008

Kveðja


Hæ hæ
Við systkinin vorum boðin velkomin í fjölskylduna á Úlfarsbraut í byrjun október. Þannig er að fjölskyldan var víst búin að bíða soldið eftir kisu og var hún Hanna Maja á dýralæknastofunni í Garðabæ sett í verkefnið, en hún þekkir mömmu okkar hana Mjallhvíti, það má segja að við séum VSOP kettir, hehe...þegar við vorum kynnt til leiks átti fjölskyldan aðeins að velja annað okkar og komu þau öll voðalega spennt á stofuna hennar Hönnu, en þau áttu nú ekki von á því að sjá okkur svona roslega sæt, þannig að þegar Hanna lét þau hafa okkur þá ákváðum við að skrúfa sjarmann á fullt og bræddum alla fjölskylduna þannig að þau gátu ekki valið og fóru því heim með okkur bæði, heheh við erum svo klár :)
Núna erum við búin að vera hér í tæpa viku og erum bara nokkuð sátt með lífið og tilveruna, dagurinn hjá okkur fer mest í að leika okkur í eltingarleikjum og með dót og við dæturnar Dóru og Karen, Dóra er mest með okkur, hún er táningurinn á heimilinu og kemur því snemma úr skólanum á daginn og þá er hún til í allt mögulegt, svo er rosa gott að kúra hjá henni þegar hún er í tölvunni... þá fáum við stundum að skrifa líka smá á msn :)
Skrifum meira síðar
Kveðja
Teddi og Kleó

No comments: